Skilmálar netverslunar

Neðangreindir skilmálar gilda fyrir vefverslun Opinna Kerfa. Vinsamlega kynntu þér þá vandlega áður en þú pantar vörur.

Ef þú ert ekki fjárráða viljum við benda þér á að nauðsynlegt er að þú og forráðarmaður kynnið ykkur reglur okkar áður en haldið er áfram.

Opin Kerfi áskilur sér rétt til að breyta reglum og skilmálum án fyrirvara. Öll verð á síðunni eru birt með fyrirvara um innsláttar- og kerfisvillur.

Við staðfestingu pöntunar á OK-beint samþykkir viðskiptavinur eftirfarandi viðskiptaskilmála.

Afhending á vöru

Þegar þú verslar í vefverslun okkar getur þú valið milli þess að sækja pöntun á lager eða fá hana senda. Lagerinn okkar er staðsettur að Höfðabakka 9. Sjá á korti.

Greiðsla

Hægt er að greiða með viðurkenndu greiðslukorti eða staðgreiða.

Verð vöru er fastsett við pöntun en hafi pöntun ekki verið staðfest getur verð breyst í samræmi við gengi.

Sendingarkostnaður miðast við þyngd vöru, rúmmál eða samsetingu og er samkvæmt gjaldskrá Íslandspósts, sjá https://www.postur.is.
Sendingarkostnaður leggst við uppgefið verð á reikningi nema annað sé tekið fram.

Vöruskil

Kaupandi hefur rétt til að skila vörunni án tilgreindrar ástæðu innan 14 daga frá því að þú eða annar einstaklingur sem þú tilgreindir (annar en flutningsaðilinn) hefur fengið vöruna í sína vörslu.

Til að nýta réttinn þinn til að skila vörunni/vörunum sem þú keyptir þarft þú að tilkynna okkur

Opin Kerfi
Höfðabakka 9C
+354 570 1000
sala@ok.is

ákvörðun þína um að falla frá kaupunum með ótvíræðri yfirlýsingu (t.d. með póstlögðu bréfi eða tölvupósti) áður en fresturinn rennur út. Einnig má nota meðfylgjað staðlað eyðublað*, en það er ekki skylda.

Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð vörunnar. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður gefin út inneignarnóta (kreditreikningur) innan 14 daga eftir að varan er móttekin af OK eða OK hefur borist sönnun fyrir endursendingu vörunnar, hvort sem kemur á undan. Kostnaður vegna sendingar vöru fæst ekki endurgreiddur. Sé varan keypt í gegn um vefverslun hefur kaupandi rétt til endurgreiðslu á sama máta og greitt var fyrir vöruna (t.d. reikningsviðskipti, millifærsla, endurgreiðsla á kreditkort).

Kaupandi þarf að endursenda vöruna eða afhenda vöruna til OK, án ástæðulausrar tafar og eigi síðar en 14 dögum eftir daginn sem þú tilkynnir okkur ákvörðun þína um að falla frá vörukaupunum. Skilafrestur telst virtur ef vara er sannanlega endursend fyrir lok 14 daga tímabilsins. Kaupandi ber beinan kostnað af endursendingu vörunnar.

* Staðlað eyðublað með yfirlýsingu um að fallið sé frá samningi.

(fylltu út og sendu seljanda þessa yfirlýsingu ef þú óskar eftir að falla frá samningnum)

  • Til (hér skal setja inn nafn seljandans, heimilisfang og, ef hægt er, bréfasímanúmer og netfang):
  • Ég/Við (*) tilkynni/tilkynnum (*) hér með að ég/við (*) óska/óskum (*) eftir að falla frá samningi mínum/okkar (*) um sölu á eftirfarandi vöru (*)/um veitingu eftirfarandi þjónustu (*)
  • Sem voru pantaðar hinn (*)/mótteknar hinn (*)
  • Nafn neytanda/neytenda
  • Heimilisfang neytanda/neytenda
  • Undirritun neytanda/neytenda (einungis ef þetta eyðublað er á pappírsformi)
  • Dagsetning

(*) Eyðið eftir því sem við á

Ábyrgð

OK ábyrgjast að allar vörur séu heilar og óskemmdar við pökkun. Sé vara gölluð ber kaupanda að tilkynna OK um að hann muni bera gallann fyrir sig án ástæðulauss dráttar frá því að hann varð galla var eða mátti verða hans var, en eigi síðar en 2 mánuðum frá því kaupandi varð gallans var og afhenda vöru á lager OK að Höfðabakka 9, 110 Reykjavík. Almennt eru vörur seldar með tveggja ára ábyrgð til neytenda, en eins árs ábyrgð til fyrirtækja og er sölureikningur vörunnar ábyrgðarskírteini hennar. Ábyrgð er tekin á galla í vöru miðað við eðlilega notkun hennar ásamt varahlutum og vinnu. Viðskiptavinur ber ábyrgð á að kynna sér ábyrgðarskilmála þeirrar vöru sem hann pantar á OK-beint.

Ábyrgð fellur úr gildi:

  • Ef aðrir en starfsmenn OK hafa reynt að gera við vöruna.
  • Ef varan hefur verið tengd við ranga spennu eða straumtengi.
  • Ef verksmiðjunúmer eða innsigli hafa verið fjarlægð eða rofin
  • Ef varan hefur orðið fyrir slæmri eða rangri meðhöndlun að mati tæknimanna OK
  • Varan hafi verið notuð við óviðunandi aðstæður

Lög og varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur netverslun OK á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu einungis vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.
Lög um neytendasamninga
Lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu

Með því að smella á 'Samþykkja allt' samþykkir þú að við megum safna upplýsingum um þig í ýmsum tilgangi, þar á meðal: Tölfræði, Virkni og Markaðssetning