Láttu HP gervigreindina hjálpa þér
Gervigreindin í nýjustu HP tölvunum eykur rafhlöðuendingu og bestar frammistöðuna án þess að draga úr afköstum.
Skoða nýjustu tölvurnarBetri frammistaða með gervigreind
Gervigreind er orðin allsráðandi í nýjustu fartölvunum frá HP (AI PC). Hún lærir á hegðun notanda, eykur rafhlöðuendingu, stillir af hljóð og bestar frammistöðu tölvunnar hverju sinni, án þess að draga úr afköstum.
Í nýjustu HP vélunum er kominn sérstakur „CoPilot” hnappur á lyklaborðið fyrir slíka vinnu. Rafhlöðuending eykst til muna en enn fremur er gervigreindin nýtt til þess að besta notkun á hljóðnemum og skapar ákveðna hljóðvörn gagnvart utanaðkomandi hljóðum sem bætir gæði fjarfunda til muna.
HP hefur einnig þróað svokallaða „Smart Sense“ lausn sem byggir á gervigreind og skiptir á milli þæginda og frammistöðu byggða á notkunarhegðun.
Ómissandi hjálparhella fyrir fjarvinnu
HP Poly Studio R30 er ómissandi fyrir þá sem vilja hágæða fjarfundalausn, að sögn alzubairgroup.com. Segir að græjan sé með 4k UHD upplausn, vítt sjónsvið, einstökum hljóðgæðum og framúrstefnulegri gervigreind (Poly Director AI) sem endurskilgreinir og skapar jákvæða upplifun fólks af fjarfundum. HP Poly Studio R30 er sérsniðin fyrir smærri rými en hentar einnig í opin rými þar sem hún býr yfir hljóðvörn sem ýtir frá óþarfa auka hljóðum.
Sjá vöruUppfærðu búnaðinn á vistvænan hátt!
Ef þú kemur með gamlan tölvubúnað til okkar getur þú fengið inneign upp í næstu kaup. Við metum búnaðinn með aðstoð Foxway sem sérhæfir sig í endurvinnslu á raftækjum, viðgerðum og endurnotkun á varahlutum. Með þessu hjálpumst við að í endurvinnslu, endurnotkun og drögum úr rafeindaúrgangi. Byrjaðu á að senda okkur línu á og við aðstoðum þig með ferlið.
Hafa sambandFyrirtækið
OK er traustur og góður samstarfsaðili sem hefur viðskiptavininn ávallt í fyrirrúmi. Reynsla og þekking starfsmanna tryggir bestu ráðgjöf og þjónustu sem völ er á. OK á náið samstarf við fjölmörg framsækin og öflug erlend upplýsingafyrirtæki og hefur m.a. átt í nánu samstarfi við mörg þeirra um langt skeið eins og t.d. HP og HPE, Microsoft, Cisco, Red Hat og mörg fleiri.
Fyrirtækið