Vinsælir vöruflokkar
Viltu bóka borð í vinnunni?
Sænska Humly bókunarlausnin er einstaklega einföld og skalanleg lausn enda hefur hún náð miklum vinsældum hjá fyrirtækjum í Skandinavíu og víðar, þar sem blönduð vinna (e. Hybrid working) er í miklum vexti.
Humly býður bókunarlausnir fyrir fundaherbergi, einstök borð á vinnustöðum, símabása og næðisrými. Einnig bókun á bifreiðum og bílastæðum á vinnustað. Í raun er hægt að nýta Humly lausnina fyrir langflesta bókunarmöguleika.
Vörn gegn rafmagnsleysi
Varaflgjafar eru ómissandi fyrir fyrirtæki í rafmagnsleysi. Búnaðurinn tekur við þegar rof verður á rafmagni og kemur í veg fyrir að starfsemi raskist og að gögn glatist. Með Eaton og PowerWalker varaaflgjöfum tryggir þú að rekstur fyrirtækisins sé hnökralaus. Þeir eru mikið öryggistæki og hjálpa þér að takast á við óvæntar aðstæður.
Velja varaaflgjafaMótaðu framtíðina með HP gervigreind
Gervigreind er orðin allsráðandi í nýjustu fartölvunum frá HP (AI PC). Hún lærir á hegðun notanda, eykur rafhlöðuendingu, stillir af hljóð og bestar frammistöðu tölvunnar hverju sinni, án þess að draga úr afköstum. Í nýjustu HP vélunum er kominn sérstakur „CoPilot” hnappur á lyklaborðið fyrir slíka vinnu. Rafhlöðuending eykst til muna en enn fremur er gervigreindin nýtt til þess að besta notkun á hljóðnemum og skapar ákveðna hljóðvörn gagnvart utanaðkomandi hljóðum sem bætir gæði fjarfunda til muna.
Skoða nýjustu HP tölvurnarFyrirtækið
OK er traustur og góður samstarfsaðili sem hefur viðskiptavininn ávallt í fyrirrúmi. Reynsla og þekking starfsmanna tryggir bestu ráðgjöf og þjónustu sem völ er á. OK á náið samstarf við fjölmörg framsækin og öflug erlend upplýsingafyrirtæki og hefur m.a. átt í nánu samstarfi við mörg þeirra um langt skeið eins og t.d. HP og HPE, Microsoft, Cisco, Red Hat og mörg fleiri.
Fyrirtækið