OPTOMA ProScene FHDC135" COB-LED AiO skjár
Glæsilegur
135“ LED AiO skjár frá Optoma og nú á sérstöku tilboðsverði, 2.499.000.- án/vsk.
Skjárinn sameinar framúrskarandi myndgæði, einfaldleika í uppsetningu og langvarandi endingu. Með FullHD upplausn, 700 nits birtustigi og 15.000:1 skerpu, skilar skjárinn skýrum og líflegum myndum sem henta einstaklega vel í björtum rýmum. Vegna Flip-Chip CPB LED tækninnar er yfirborð skjásins slétt sem gerir viðhald einfaldara og skjáinn minna viðkvæman. Uppsetning er einföld með fyrirfram samsettum einingum og einni rafmagnssnúru sem minnkar flækjustig og sparar tíma. Viðhald er auðvelt með aðgengi að framhlið og möguleikanum að skipta út einstaka einingum ef á þarf að halda. Innbyggt Android stýrikerfi, Optoma management suite cloud (OMSC) og Display share gera notendum kleift að stjórna efni og skjá með snallari og sveiganlegri hætti en áður. Auk þess býður skjárinn uppá öflugt 120W hjllóðkerfi sem tryggir áhrifaríka hljóðupplifun í stærri rýmum. Optoma FHDC135 er frábær skjálausn sem hentar einstaklega vel í stærri og bjartari rými, hvort sem er fundarherbergi, kennslustofur eða stærri opin rými. Mögulegt er að setja tvo 135" skjái saman.
Skráðu þig inn til þess að sjá þín kjör
Eiginleikar
- Energy label
- C
- Framleiðandi
- Optoma
- Litur
- Svartur
Vörulýsing
LED tækni: Flip-Chip COB (Chip on Board) með 1,56 mm pixel bil.
Birtustig og andstæðuhlutfall: 700 nits hámarksbirtustig og 15.000:1 andstæðuhlutfall.
Endurnýjunartíðni: 3840Hz fyrir slétta og flöktfría myndgæði.
Litafjölbreytni: 92,42% DCI-P3 og 99,36% Rec. 709 litafjölbreytni fyrir nákvæma litaframsetningu.
Stýrikerfi og vinnsluminni: Android 13.0 með fjórum Cortex-A76 og fjórum Cortex-A55 örgjörvum á 2,4 GHz, 8 GB RAM og 64 GB geymslupláss.
Tengimöguleikar: 3 x HDMI 1.4, 1 x HDMI 2.0 (4K samhæft), 1 x USB Type-C (5V, 1A), 2 x USB 3.0, 1 x Audio In (3,5 mm), 1 x HDMI útgangur, 1 x Audio Out (3,5 mm), 1 x RS232 (RJ45), 1 x USB, 1 x LAN (RJ45) (1000M), 1 x RJ45 fyrir þjónustu.
Innbyggð hljóðkerfi: 120W hljóðkerfi með 2 x 30W hátölurum að framan og 2 x 15W hátölurum á hvorri hlið.
Orkunotkun: Hámarks orkunotkun 1460 W, með meðalnotkun 490 W og biðstöðuorkunotkun ≤0,5 W.